Gjafasett – þrjú vinsælustu

9.990 kr.

(1 umsögn frá notanda)

Allt það besta í einum pakka! Gjafapakkinn inniheldur lúxusprufu af 24 stunda kremi, lúxusprufu af dagkremi og lúxusprufu af græðikremi. 24 stunda kremið er öflugur rakagjafi sem dregur úr merkjum öldrunar ásamt því að næra, þétta og slétta húðina. Dagkremið jafnar húðina og gefur henni fallegan ljóma auk þess að vera frábært eftir rakstur. Græðikremið dregur úr þurrki, kláða og bólgum ásamt því að vera gott gegn exemi og sóríasis. Veldu vinsælustu kremin!

 

Gjafapakkinn inniheldur:

  • Lúxusprufa af 24 stunda kremi – dregur úr fínum línum
  • Lúxusprufa af dagkremi – gefur ljóma og jafnar húð
  • Lúxusprufa af græðikremi – náttúruleg lausn við bólgum og kláða

Smáatriðin:

Gjöfin kemur innpökkuð í brúnt box úr FSC vottuðum pappa úr sjálfbærum skógum, silkipappír og borða. Gjöfin er send af stað samdægurs ef pantað er fyrir kl 10 en annars næsta dag. Við sendum aðeins á virkum dögum. Einnig er hægt að fá gjafapakka í verslun okkar að Langholtsvegi 109, opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

 

3 x 15 ml krukkur

SKU: 1066 Categories: , ,

Lýsing

Notkun: Notaðu dagkremið á morgnana og 24 stunda kremið á kvöldin. Ef mikill þurrkur er í húðinni er gott að bera 24 stunda kremið á nokkrum sinnum yfir daginn. Kremin ganga fljótt inn í húðina og henta vel undir farða. Berðu á hreina húð á andliti, hálsi og bringu. Berðu græðikremið á við hverskyns ertingu í húð þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar.

24 STUNDA KREM

Áhrif:

  • Dregur úr fínum línum og merkjum öldrunar
  • Öflugur rakagjafi
  • Dregur úr roða og rósroða
  • Nærir, þéttir og sléttir húð
  • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, þurra og þroskaða húð.

Notkun: Berðu á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin. Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða.

DAGKREM

Áhrif:

  • Jafnar húð og gefur fallegan ljóma
  • Sérstaklega gott á bólur og blandaða húð
  • Andoxunarefni sem viðhalda raka
  • Gott eftir rakstur
  • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, viðkvæma, feita og blandaða húð.

Notkun: Berðu á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin. Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða.

GRÆÐIKREM

Áhrif:

  • Græðir og róar exem og sóríasis
  • Dregur úr kláða og bólgum
  • Öflugur rakagjafi fyrir þurra húð
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð:  Fyrir þurra eða skaddaða húð.

Notkun: Berðu ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar á dag eða oftar. Gengur mjög fljótt inn í húðina. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. andlit, hársvörð og í kringum augu.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Kremin eru með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Algengar spurningar

  • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka um aðra afhendingarmöguleika.
  • Sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. er eftirfarandi:
    • Sækja á afhendingarstað TVG: 990 kr.
    • Heimsending TVG á höfuðborgarsvæðinu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.390 kr.
    • Heimsending TVG á suðvesturhorninu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.490 kr.
    • Sótt á næsta afhendingarstað Eimskips á landsbyggðinni: 1.390 kr.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðum við pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Hægt er að velja kvölddreifingu með TVG frá kl 17-22 á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. SMS er sent um áætlaðan afhendingartíma. Því miður er ekki í boði að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun í verslun Önnu Rósu á Langholtsvegi 109.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

24 stunda krem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, apríkósukjarnaolía* (Prunus armeniaca), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, rósaolía (Rosa damascena), neroli* (Citrus aurantium).

Dagkrem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, E vítamín (tocopherol), lavender* (Lavendula officinalis).

Græðikrem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, kvöldvorrósarolía* (Oenothera biennis), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, lavender* (Lavendula officinalis), piparmynta* (Mentha piperita).

Endurvinnsla

  • 100% endurvinnanleg glerkrukka
  • 100% endurvinnanlegt lok úr polypropylene/polyethylene plasti
  • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
  • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

1 umsögn um Gjafasett – þrjú vinsælustu

  1. Styrmir (verified owner)

    Virkilega góðar og vandaðar vörur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og frábær þjónusta í alla staði gef fullt hús stjarna.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top