Fyrir barnið

9.990 kr.

(1 umsögn frá notanda)

Dúnmjúk tvenna fyrir litla einstaklinginn á heimilinu! Gjafapakkinn inniheldur sárasmyrsl og lúxusprufu af græðikremi. Sárasmyrslið er bólgueyðandi og græðandi og sérstaklega gott á þurrkubletti, bleiuútbrot, sár, kláða og kuldaexem. Græðikremið dregur úr þurrki og kláða ásamt því að róa exem. Veldu það besta fyrir barnið þitt!

 

Gjafapakkinn inniheldur:

  • Sárasmyrsl – græðandi og gott á allt
  • Lúxusprufa af græðikremi – náttúruleg lausn við bólgum og kláða

Smáatriðin:

Gjöfin kemur innpökkuð í brúnt box úr FSC vottuðum pappa úr sjálfbærum skógum, silkipappír og borða. Gjöfin er send af stað samdægurs ef pantað er fyrir kl 10 en annars næsta dag. Við sendum aðeins á virkum dögum. Einnig er hægt að fá gjafapakka í verslun okkar að Langholtsvegi 109, opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

 

50 ml krukka

15 ml krukka

SKU: 1065 Categories: ,

Lýsing

Notkun: Berðu sárasmyrslið ríkulega á kvölds og morgna og græðikremið þrisvar til sex sinnum yfir daginn. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu.

SÁRASMYRSL

Áhrif:

  • Bólgueyðandi og græðandi
  • Dregur úr þurrki, kláða og bólgum
  • Sérstaklega gott á bleiuútbrot, sár, útbrot, kláða og kuldaexem
  • Græðir og róar exem
  • Innheldur eingöngu E-vítamín sem rotvörn

GRÆÐIKREM

Áhrif:

  • Græðir og róar exem og sóríasis
  • Dregur úr kláða og bólgum
  • Öflugur rakagjafi fyrir þurra húð
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol:Græðikremið og sárasmyrslið eru með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.

Algengar spurningar

  • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka um aðra afhendingarmöguleika.
  • Sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. er eftirfarandi:
    • Sækja á afhendingarstað TVG: 990 kr.
    • Heimsending TVG á höfuðborgarsvæðinu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.390 kr.
    • Heimsending TVG á suðvesturhorninu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.490 kr.
    • Sótt á næsta afhendingarstað Eimskips á landsbyggðinni: 1.390 kr.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðum við pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Hægt er að velja kvölddreifingu með TVG frá kl 17-22 á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. SMS er sent um áætlaðan afhendingartíma. Því miður er ekki í boði að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun í verslun Önnu Rósu á Langholtsvegi 109.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Sárasmyrsl

Ólífuolía (Olea europea), býflugnavax (Cera alba), sheasmjör* (Butyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), haugarfi* (Stellaria media), vallhumall* (Achillea millefolium), birki* (Betula pubescens), GMO-frítt E vítamín (tocopherol), lavender*(Lavendula officinalis).

Græðikrem

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, kvöldvorrósarolía* (Oenothera biennis), E-vítamín (tocopherol), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, lavender* (Lavendula officinalis), piparmynta* (Mentha piperita).

Endurvinnsla

  • 100% endurvinnanleg glerkrukka
  • 100% endurvinnanlegur lok úr polypropylene/polyethylene plasti
  • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
  • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

1 umsögn um Fyrir barnið

  1. Þuríður (verified owner)

    Besta kremið ef kemur sár á geirvörtur í brjóstagjöfinni. Eina sem virkaði fyrir mig

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top