Allt í einum pakka – kremtilboð

10.170 kr. 8.990 kr.

(7 umsagnir frá notendum)
 • þessi pakki inniheldur 3 vörur: dagkrem, fótakrem og handáburð  

 • ef þessar vörur eru keyptar í sitthvoru lagi er verð samtals 10.170 kr. en saman í þessum pakka lækkar verð í 8.990 kr.  
 • dagkremið er sérstaklega rakagefandi og nærandi, handáburðurinn er afar góður fyrir þurrar og sprungnar hendur og fótakremið er bæði kælandi og kláðastillandi
 • Anna Rósa handhrærir öll kremin sjálf og notar eingöngu gæðahráefni ásamt lækningajurtum.

Lýsing

Dagkremið er einstaklega nærandi, gengur sérstaklega vel inn í húðina, gefur silkimjúka áferð, er tilvalið undir farða  og ver húðina gegn veðri og vindum. Það innheldur náttúrulega sólarvörn og andoxunarefni sem viðhalda náttúrulegum raka húðar.

Fótakremið er kælandi og kláðastillandi og er sérstaklega gott fyrir sprungur, þurra húð og sigg á fótum. Það gengur fljótt inn í húðina, gefur silkimjúka áferð og ver gegn sveppasýkingum.

Handáburðurinn er mýkjandi og græðandi og sérstaklega góður fyrir þurrar og sprungnar hendur. Hann nærir naglabönd, fer fljótt inn í húðina og gefur silkimjúka áferð. Handáburðurinn inniheldur lífræna möndluolíu og ilmkjarnaolíur sem gefa ferskan sítrónukeim ásamt því að vera sótthreinsandi.

Enginn sendingarkostnaður ef þú kaupir fyrir 12.000 kr. eða meira

Magn, notkun og innihald

Dagkrem - magn

30 ml

Dagkrem - innihald

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, E vítamín (tocopherol), lavender* (Lavendula officinalis). *lífrænt

Jurtir

Anna Rósa tínir allar íslensku lækningajurtirnar sjálf, á ómenguðum svæðum. Hún flytur sjálf inn þær erlendu jurtir sem hún notar og þær eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Fótakrem - magn

50 ml

Fótakrem - innihald

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, E vítamín (tocopherol), eucalyptus* (Eucalyptus globulus), piparmynta* (Mentha piperita), tea tree* (Melaleuca alternifolia). *lífrænt

Handáburður - magn

50 ml

Handáburður- innihald

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, möndluolía* (Prunus dulcis), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, E vítamín (tocopherol), bergamot* (Citrus bergamia), sítrónugras* (Cymbopogon flexuosus). *lífrænt

7 umsagnir um Allt í einum pakka – kremtilboð

 1. Skúli Bergmann Hákonarson

 2. Jónína Þórdís

  Ég hef notað vörurnar frá Önnu Rósu frá árinu 2017 og það er ekki af ástæðulausu afhverju ég nota þær ennþá í dag, 2 árum síðar. Mér finnst öll kremin frábær, bæði rakagefandi og halda húðinni mjúkri. Á hverju kvöldi þegar ég þríf á mér andlitið þá nota ég andlitskremið frá Önnu Rósu og svo nota ég bóluhreinsinn hennar á allar bólur, stórar sem smáar og á fílapensla. Þannig tekst mér að halda húðinni hreinni, fallegri og mjúkri!

 3. Jónína Þórdís

  Mer finnst mjög mikilvægt þegar maður býr á Íslandi að eiga goðan handáburð, þar sem miklar eru veðurfarsbreytingar á skömmum tíma, janvel nokkrum mínútum gerir það að verkum að hendurnar á manni eru oft þurrar og viðkvæmar. Ég nota handaburðurðinn frá Önnu Rósu og þannig næ ég að halda höndunum mínum mjúkum og góðum!

 4. Jónína Þórdís

  Ég æfi mjög mikið og er því oft þreytt í bæði fótum og iljum. Ég nota fótakremið til þess að nudda fæturnar og finnst það hjálpa fótunum við að jafna sig eftir álag, einnig er það græðandi fyrir sprungur og þurrkubletti!

 5. Rakel Halldórsdóttir

 6. Kristín Thorstensen

  Kremin eru öll mjög góð ,smjúga vel inn í húðina og smita ekki.Fótakremið vinnur vel á sprungnum hælum og þurrum fótum ,hreinleiki varanna er líka mikill kostur að mínu mati ekkert paraben 😀

 7. Jensína Guðmundsdóttir

  Mjög góðar vörur sérstaklega handaburðurinn

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Aðrir hafa einnig keypt þessar vörur