Túnfífill

Túnfífill 2018-05-22T21:11:28+00:00

Project Description

Túnfífill (Taraxicum officinale) hefur frá örófi alda þótt með bestu vatnslosandi jurtum sem völ er á. Það eru blöð túnfífilsins sem þykja mest vatnslosandi þótt einhver slík virkni sé líka í rótinni. Túnfíflarót hefur aftur á móti örvandi áhrif á starfsemi lifrar og gallblöðru, enda hefur hún lengi verið talin góð við lifrarbólgu, gulu, gallsteinum, uppþemu, vindgangi og hægðatregðu. Rótin þykir einnig mjög góð innvortis við húðsjúkdómum á borð við exem, sóríasis og bólum og löng hefð er fyrir því að nota hana við gigtarsjúkdómum. Fersk lífræn fíflablöð eru í tinktúrunni fíflablöð & birki. Lífræn fíflarót er í tinktúrunum fjallagrös & fíflarót og rauðsmári & gulmaðra.