Blóðberg

Blóðberg 2018-05-22T20:57:26+00:00

Project Description

Íslenskt blóðberg (Thymus praecox) og garðablóðberg (Thymus vulgaris), öðru nafni timjan hafa sambærilega virkni. Báðar tegundir hafa öldum saman verið notaðar til að vinna bug á kvefi, hósta, hálsbólgu, astma og flensu. Blóðberg er einnig talið áhrifaríkt við magakveisum, vindgangi og uppþembu. Garðablóðberg er að auki talið vinna gegn sveppasýkingum, jafnt innvortis sem útvortis. Lífrænt garðablóðberg og íslenskt blóðberg er í bóluhreinsi, tinktúrunni sólhattur & hvönn og hóstasírópi.