Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu annarosa.is/namskeid. Eigandi er Anna Rósa grasalæknir ehf., kt. 531108-1080, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík, sem framleiðir húðvörur og fæðubótarefni úr jurtum.

Pantanir
Pantanir eru afgreiddar þegar greiðsla hefur borist og þá er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Anna Rósa grasalæknir ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Persónuupplýsingar
Á annarosa.is/namskeid er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram hvernig Anna Rósa grasalæknir ehf. vinnur með þær persónuupplýsingar sem félagið geymir um kaupanda og hvaða rétt hann á varðandi þær upplýsingar.

Greiðslur
Hægt er að greiða á annarosa.is með visa electron, maestro og mastercard debit- og kreditkortum. Öll vinnsla kreditkortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt hjá Rapyd greiðslumiðlun (Kortaþjónustan).

Verð
Öll verð í vefverslun eru uppgefin í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti þegar það á við. Námskeið eru ekki virðisaukaskattskyld. Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, myndabrengl eða prentvillur og geta breyst án fyrirvara.

Skilaréttur
Ekki er hægt að fá netnámskeiðið “Lækningamáttur íslenskra jurta” endurgreitt þar sem allt námsefnið er aðgengilegt um leið og kaup hafa farið fram. Ef viðskiptavinur vill endurgreiðslu þar sem hann telur að lýsingin á námskeiðinu sé ekki í samræmi við námskeiðsinnihald þá skal senda skriflegan rökstuðning á: onnuson@annarosa.is.

Netnámskeiðið Lækningamáttur íslenskra jurta
Námskeiðið “Lækningamáttur íslenskra jurta” er netnámskeið þar sem allt námsefni er aðgengilegt um leið og kaup hafa farið fram. Aðgangur að námskeiðinu gildir í 12 mánuði frá kaupum, að því liðnu hefur kaupandi ekki lengur neinn aðgang að námsefninu. Ekki er hægt að hala niður myndböndum né glærum í fyrirlestrum. Hægt er að hala niður öllum uppskriftir og orðaskýringum. Á þessu námskeiði er fjallað um 14 íslenskar lækningajurtir og einnig fylgja með 26 uppskriftir.

Trúnaður og persónuupplýsingar
Anna Rósa grasalæknir ehf. heitir fullum trúnaði vegna persónuupplýsinga sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað. Lesa persónuverndarstefnu.

Ágreiningur
Ef ágreiningur rís á milli kaupanda og seljanda um efni þessara skilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Rísi mál vegna þessa samnings skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.