Orkuleysi, kvíði og þunglyndi

Orkuleysi, kvíði og þunglyndi

Burnirót (Rhodiola rosea) hefur lengi verið notuð í grasalækningum í Austur-Evrópu og Asíu en skammt er síðan farið var að nota hana að ráði í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Mikil hefð er fyrir því að nota burnirót til að auka andlegt þol en hún er ein af fáum íslenskum jurtum sem er styrkjandi fyrir taugakerfið. Greinarhöfundur hefur um margra ára skeið notað burnirót við orkuleysi, kvíða, streitu, vefjagigt og þunglyndi hjá sjúklingum í ráðgjöf með afar góðum árangri. Einnig er hefð fyrir því að nota hana til að auka líkamlegt þol og getu og í Tíbet hefur hún lengi verið notuð gegn súrefnisskorti, t.d. til að komast hjá háfjallaveiki. Burnirót þykir góð fyrir eftirfarandi kvilla:

  • kvíði, þunglyndi og streita

  • vefjagigt, orkuleysi og síþreyta
  • ADHD, einbeitingarskortur, eirðarleysi
  • andlegt og líkamlegt álag
  • svefnleysi
  • getuleysi
  • bólgur og niðurgangur

Tínsla

Burnirót vex víða um land en hún þolir illa sauðfjárbeit og hefur því horfið af stórum svæðum. Rótin er grafin upp á haustin en hún er mörg ár að vaxa og ekki er mælt með því að fólk grafi hana upp á víðavangi, en hún er einnig algeng í gömlum görðum. Rótin er notuð til lækninga en blöðin eru tilvalin til matar t.d. í salat eða soðin líkt og annað grænmeti.

Saga

Áður fyrr var talið að burnirót byggi yfir verndarmætti og þótti gott að bera hana næst sér eða láta liggja á rúmstokk um nætur til að bægja burt öllu illu. Eins var talið gott ef konu gekk illa að fæða að leggja burnirót í rúmið hjá henni svo hún snerti hana bera. Burnirót var talin góð gegn hárlosi, en önnur nöfn hennar voru meðal annars greiðurót og höfuðrót. Önnur gömul heiti voru svæfla, sem gæti merkt að hún hafi þótt góð við svefnleysi, og svo munnsviðarót en margar lækningajurtir sem hafa svipaða barkandi eiginleika hafa verið nýttar við munnsviða og munnangri.

Rannsóknir

Í rannsóknum á burnirót er mjög mismunandi hvort hún er rannsökuð í formi hefðbundinnar tinktúru, seyðis eða staðlaðs þykknis en oft snýst rannsóknin um virka efnið salídrósíð eitt og sér. Burnirót hefur tölvert verið rannsökuð á mönnum með tilliti til líkamlegs úthalds og þols. Flestar benda rannsóknirnar til að hún geti aukið súrefnisflæði, líkamleg afköst og þol ásamt því að minnka þreytu eftir áreynslu. Burnirót hefur líka verið rannsökuð á sjúklingum undir ýmiskonar andlegu álagi, svo sem vegna kvíðaröskunar eða þunglyndis, og hefur hún þótt lofa góðu. Eins hafa verið gerðar klínískar rannsóknir á áhrifum burnirótar á þreytu, örmögnun, einbeitingarskort, verkfælni og skammtímaminni, og hafa þau þótt jákvæð auk þess sem hún hefur þótt sýna jákvæð áhrif á getuleysi og svefn. Í öllum þessum rannsóknum voru aukaverkanir af burnirót taldar hverfandi litlar. Rannsóknir á burnirót hafa einnig leitt í ljós að hún kunni að koma að gagni við fíkn ýmiskonar og því álagi sem fylgir því að hætta t.d. reykingum og eiturlyfjaneyslu. Eins hefur hún þótt gefa góða raun í meðferð átröskunar, bæði lystarstols og lotugræðgi. Burnirót hefur líka þótt hafa bólgueyðandi áhrif bæði í rannsóknum á mönnum og dýrum og í tveimur rannsóknum á sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerðir á brjóstholi komu fram vísbendingar um að burnirót drægi úr áhættu af aðgerðunum og flýtti fyrir bata.  Rannsóknir leiddu í ljós að möguleiki er að nota burnirót við einkennum hægs skjaldkirtils í sjúklingum sem vegna krabbameinsmeðferðar þurfa að hætta á skjaldkirtilshormóni í stuttan tíma. Rannsóknir á dýrum og í tilraunaglösum hafa leitt í ljós andoxunaráhrif og hamlandi áhrif á vöxt og dreifingu krabbameinsfrumna, lækkun blóðsykurs auk jákvæðrar áhrifa á hjartsláttaróreglu, of háan blóðþrýsting og fituhrörnun slagæða. Að auki hafa nokkrar rannsóknir, gerðar á dýrum og í tilraunaglösum, rennt stoðum undir kenningar um góð áhrif burnirótar á andlegt álag, þunglyndi og kvíða ásamt bakteríu- og veirudrepandi áhrifum. Þá hafa áhrif burnirótar á taugasjúkdóma verið rannsökuð á dýrum og í tilraunaglösum og hafa líkur verið leiddar að því að hún gæti nýst við meðferð fólks með Alzheimer og Parkinsonsveiki.

Vörur sem innihalda burnirót

Anna Rósa framleiðir eftirfarandi vörur sem innihalda burnirót:

Tilboðspakki – kvíði og þunglyndi

Tilboðspakki – Adam og Eva

Tinktúran burnirót

Skammtar

Tinktúra: 1 tappi (8 ml) einu sinni til tvisvar á dag blandað með vatni eða safa. Hylki 500 mg af stöðluðu 3-6% rósavín og 1% salídrósíð, 1-2 á dag. Seyði: 1 tsk í bolla einu sinni til þrisvar á dag.

Varúð

Ekki  er mælt með burnirót fyrir sjúklinga með geðhvörf eða ofsóknaræði. Í einstaka tilfellum hjá viðkvæmu fólki getur burnirót valdið svefnleysi.

Heimildir

Anna Rósa Róbertsdóttir. 2011. Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir. Anna Rósa grasalæknir ehf, Reykjavík.

Parisi A, Tranchita E o.fl. Effects of chronic Rhodiola Rosea supplementation on sport performance and antioxidant capacity in trained male: preliminary results. J Sports Med Phys Fitness. 2010 Mar; 50(1):57-63.

Schutgens FW, Neogi P o.fl. The influence of adaptogens on ultraweak biophoton emission: a pilot-experiment. Phytother Res. 2009 Aug; 23(8):1103-8.

Abidov M, Grachev S o.fl. Extract of Rhodiola rosea radix reduces the level of C-reactive protein and creatinine kinase in the blood. Bull Exp Biol Med. 2004 Jul; 138(1):63-4.

De Bock K, Eijnde BO o.fl. Acute Rhodiola rosea intake can improve endurance exercise performance. Int J Sport Nutr Exerc Metab. 2004 Jun; 14(3):298-307.

Spasov AA, Wikman GK o.fl. A double-blind, placebo-controlled pilot study of the stimulating and adaptogenic effect of Rhodiola rosea SHR-5 extract on the fatigue of students caused by stress during an examination period with a repeated low-dose regimen. Phytomedicine. 2000 Apr; 7(2):85-9.

Bystritsky A, Kerwin L o.fl. A pilot study of Rhodiola rosea (Rhodax) for generalized anxiety disorder (GAD). J Altern Complement Med. 2008 Mar; 14(2):175-80.

Darbinyan V, Aslanyan G o.fl. Clinical trial of Rhodiola rosea L. extract SHR-5 in the treatment of mild to moderate depression. Nord J Psychiatry. 2007; 61(5):343-8.

Olsson EM, von Schéele B o.fl. A randomised, double-blind, placebo-controlled, parallel-group study of the standardised extract shr-5 of the roots of Rhodiola rosea in the treatment of subjects with stress-related fatigue. Planta Med. 2009 Feb; 75(2):105-12.

Fintelmann V, Gruenwald J. Efficacy and tolerability of a Rhodiola rosea extract in adults with physical and cognitive deficiencies. Adv Ther. 2007 Jul-Aug; 24(4):929-39.

Shevtsov VA, Zholus BI o.fl. A randomized trial of two different doses of a SHR-5 Rhodiola rosea extract versus placebo and control of capacity for mental work. Phytomedicine. 2003 Mar; 10(2-3):95-105.

Darbinyan V, Kteyan A o.fl. Rhodiola rosea in stress induced fatigue – a double blind cross-over study of a standardized extract SHR-5 with a repeated low-dose regimen on the mental performance of healthy physicians during night duty. Phytomedicine. 2000 Oct; 7(5):365-71.

Winston David og Kuhn.M. 2008. Herbal Therapy and Supplements. Lippincott Williams and Wilkins, PA, USA.

2018-11-19T20:43:59+00:00