Aðal­blá­ber hafa verið notuð til lækn­inga í a.m.k. þús­und ár, en heim­ildir eru um notkun þeirra til lækn­inga í Þýska­landi allt frá 12. öld. Í seinni heims­styrj­öld­inni í Bret­landi var fyrst farið að rann­saka aðal­blá­ber þegar flug­mönnum í breska flug­hernum var gefin aðal­blá­berja­sulta því hún þótti bæta sjón þeirra, sér­stak­lega í næt­ur­flugi. Allar götur síðan hafa áhrif aðal­blá­berja á sjón og augn­sjúk­dóma verið rann­sök­uð. Þurrkuð aðal­blá­ber, oft sem staðlað þykkni í hylkj­um, hafa notið mik­illa vin­sælda sem fæðu­bót­ar­efni í Norð­ur­-Am­er­íku og Evr­ópu und­an­farna ára­tugi. Blá­ber (Vaccinium ulig­in­osum) hafa mun minna verið notuð til lækn­inga og að sama skapi verið lítið rann­sökuð í sam­an­burði við aðal­blá­ber. Það þýðir hins vegar ekki að blá­ber séu ekki áhrifa­rík til lækn­inga líkt og aðal­blá­ber.

Aðal­blá­ber inni­halda mikið af andox­un­ar­efn­um, sem eru talin styrkja ónæm­is­kerf­ið, minnka hætt­una á hjarta- og æða­sjúk­dómum og draga úr hrukku­mynd­un. Þau eru einnig talin styrkja sjón­ina og eru afar auðug af vítamín­um. Aðal­blá­ber hafa hefð­bundið verið notuð fyrir eft­ir­far­andi kvilla:

  • þurrkuð eða soðin ber við nið­ur­gangi, fersk ber sem hægða­los­andi

  • augn­sjúk­dómar tengdir sjón­himnu, háum blóð­þrýst­ingi og syk­ur­sýki
  • gláka, vagl, nátt­blinda
  • æða­hnút­ar, æða­kölk­un, kulda­ó­þol, gyllinæð
  • háls­bólga, tann­holds­bólga, maga­bólga, ristil­bólga
  • bjúg­ur, blöðru­bólga, hár blóð­syk­ur, tíða­verkir
  • útvortis til að græða sár og í skol við sær­indum og útferð úr leggöngum

Kínóa bláberjagrautur

Ég bjó þessa upp­skrift á sínum tíma til fyrir sjúk­linga í ráð­gjöf hjá mér vegna glút­en­óþols, en kínóa er glút­en­laust og afar prótein­ríkt. Það leið þó ekki á löngu þar til ég var farin að elda hann sjálf á hverjum degi enda frá­bær leið til að nýta berin í fryst­in­um. Fyrir mér er mik­il­vægt að hafa sem minnst fyrir morg­un­matnum á virkum dögum og þessi grautur er bæði fljóteld­aður og inni­heldur fá hrá­efni. Ég set enga mjólk út á graut­inn en á þó til að hafa rjóma með honum á sunn­u­­dög­um, enda breyt­ist hann við það í ljúf­fengan eft­ir­rétt.

4 msk. heil kínóafræ

½-1 tsk. kanill

3 dl vatn

1 dl íslensk blá­ber (eða 1/2 dl af gojiberjum)

1 tsk. smjör

½-1 tsk. líf­rænt hun­ang

sjáv­ar­salt

Setjið kínóafræ og vatn í skál og látið liggja í bleyti yfir nótt. Setjið vatn, kanil, salt og kínóafræ í pott og sjóðið í 10–15 mínútur á lágum hita án loks, þar til fræin eru alveg soðin. Bætið síðan frosnum eða ferskum bláberjum út í og hitið í örstutta stund, eða þar til grauturinn er orðinn fallega fjólublár á litinn. Setjið hann þá í skál og hrærið smjörklípu og hunangi saman við. Ef gojiber eru notuð í stað bláberja er betra að leggja þau í bleyti yfir nóttina með kínóafræjunum.

Rannsóknir

Í mörgum af eft­ir­far­andi rann­sóknum er notað aðal­blá­berja­þykkni í hylkjum þar sem búið er að staðla virka efnið antó­­sý­anó­síð. All­margar klínískar rann­sóknir á mönnum hafa verið gerðar á virkni aðal­blá­berja í augn­sjúk­dóm­um, þær elstu frá 7. ára­tug 20. ald­ar. Nýrri tví­blindar rann­sóknir með lyf­leysu eru betur úr garði gerðar en þær eldri, en þær stað­festa í flestum til­fellum eldri rann­sókn­ir. Þessar klínísku rann­sóknir gefa til kynna jákvæð áhrif aðal­blá­berja á sjón­himnu­sjúk­dóma, augn­sjúk­dóma tengda háum blóð­þrýst­ingi sem og syk­ur­sýki, nátt­blindu, gláku, nær­sýni og vagl á auga. Nýlegar rann­sóknir hafa þó að ein­hverju leyti hrakið nið­ur­stöður eldri rann­sókna á nátt­blindu. Að auki hafa verið gerðar nokkrar rann­sóknir í til­raunaglösum og á dýrum, og sýna þær einnig fram á jákvæða virkni aðal­blá­berja í með­ferð augn­sjúk­dóma. Nokkrar klínískar rann­sóknir hafa verið gerðar á virkni aðal­blá­berja í tengslum við æða­sjúk­dóma. Þær hafa m.a. sýnt jákvæðar nið­ur­stöður gagn­vart æða­sjúk­dóm­um, t.d. kulda­ó­þoli, æða­hnút­um, gyllinæð og æða­bólg­um. Einnig þóttu aðal­blá­berin minnka bjúg, verki, krampa og kláða af völdum van­virkni í æða­kerf­inu. Tvær klínískar rann­sóknir telja að aðal­blá­ber minnki blæð­ing­ar, bæði milli­tíða­blæð­ingar vegna lykkj­unnar og blæð­ingar í tengslum við upp­skurði. All­nokkrar rann­sóknir hafa verið gerðar í til­raunaglösum og á dýrum þar sem líkur þykja benda til að aðal­blá­ber styrki hjarta og æða­kerfi og verndi gegn æða­kölk­un.

Skammtar

Fersk ber: 1-2 dl á dag. Stöðluð hylki (25% antó­sý­anó­síð): 200 til 600 mg á dag. Þurrkuð ber eða lauf: 1-2 tsk. í bolla þrisvar á dag.

Varúð

Stórir skammtar af stöðl­uðu aðal­blá­berja­þykkni í hylkjum til langs tíma geta haft áhrif á blóð­þynn­ing­ar­lyf. Syk­ur­sjúkir sem taka insúlín ættu ekki að inn­byrða aðal­blá­berja­lauf nema undir eft­ir­liti fag­fólks. Ekki er æski­legt að nota aðal­blá­berja­lauf lengur en þrjár vikur sam­fellt.

Heimildir

WHO. 2009. WHO monographs on sel­ected med­icinal plants. Vol. 4. World Health Org­an­ization, Geneva.

Per­oss­ini M, Guidi G o.fl. Diabetic and hyper­tensive retin­opathy ther­apy with Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides (Teg­ens TM). Dou­ble-blind place­bo-controlled tri­al. Ann Opht­halmol Clin Ocul 1987; 113:1173-90.

Repossi P, Mala­gola R o.fl. The role of ant­hocya­nos­ides on vascular permea­bility in diabetic retin­opathy. Ann Opht­halmol Clin Ocul 1987; 113(4):357-361.

Vann­ini L, Samu­elly R o.fl. Study of the pupill­ary ref­lex after ant­hocya­nos­ide administration. Boll Ocul 1986; 65:11-2.

Orsucci P, Rossi M, Sabbat­ini G o.fl. Treat­ment of diabetic retin­opathy with ant­hocya­nos­ides: a prelimin­ary report. Clin Ocul 1983; 4:377.

Scharrer A, Ober M. Ant­hocya­nos­ides in treat­ment of retin­opathies. (In German). Klin Monatsbl Augen­heilkd 1981; 42:221-31.

Canter PH, Ernst E. Ant­hocya­nos­ides of Vaccinium myrtillus (bil­berry) for night vision – a systematic review of place­bo-controlled tri­als. Surv. Opht­halmol. 2004 Jan-­Feb; 49(1):38-50.

Muth ER, Laurent JM o.fl.  The effect of bil­berry nut­ritional supplem­enta­tion on night visual acuity and contr­ast sensiti­vity. Alt­ern Med Rev 2000; 5(2):164-73

Yao N, Lan Fo.fl. Prot­ect­ive effects of bil­berry ( Vaccinium myrtillus L.) extract aga­inst endotox­in-ind­uced uveitis in mice. J Agric Food Chem. 2010 Apr 28; 58(8):4731-6.

Song J, Li Yo.fl. Prot­ect­ive effect of bil­berry (Vaccinium myrtillus L.) extracts on cult­ured human corneal limbal epit­helial cells (HCLEC). Phy­tother Res. 2010 Apr; 24(4):520-4.

Matsunaga N, Imai So.fl. Bil­berry and its main constitu­ents have neuroprot­ect­ive effects aga­inst ret­inal neuronal damage in vitro and in vivo. Mol Nutr Food Res. 2009 Jul; 53(7):869-77.

Matsunaga N, Chik­ara­ishi Y o.fl. Vaccinium myrtillus (Bil­berry) Extracts Red­uce Ang­iogenesis In Vitro and In Vivo. Evid Based Complem­ent Alt­ernat Med. 2007 Oct 27.

Mil­bury PE, Graf Bo.fl. Bil­berry (Vaccinium myrtillus) ant­hocyan­ins modulate heme oxy­gena­se-1 and glut­athione S-trans­fer­a­se-pi expression in ARPE-19 cells. Invest Opht­halmol Vis Sci. 2007 May; 48(5):2343-9.

Chung HK, Choi SM o.fl. Efficacy of trox­erutin on strept­ozotocin-ind­uced rat model in the early stage of diabetic retin­opathy. Arz­neimittel­forschung 2005; 55(10):573-80.

Fur­sova AZh, Ges­arevich OG o.fl. [Di­et­ary supplem­enta­tion with bil­berry extract prevents macular degener­ation and cat­aracts in senesce-accel­erated OXYS rats] Adv. Ger­ontol. 2005; 16:76-9.

Gatta L o.fl. Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides in the treat­ment of ven­ous stas­is: controlled clin­ical study on sixty pati­ents. Fitot­er­apia 1988; 59:19-26.

Teglio L, Mazzanti C o.fl.  Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides (Teg­ens™) in the treat­ment of ven­ous insuffici­ency of lower limbs and acute piles in pregn­ancy. Quad Clin Ostet Ginecol 1987; 42:221-31.

Allegra C, Poll­ari G o.fl.  Antoci­anos­idi e sistema microvasculot­essutale. Minerva Ang­i­ol. 1982; 7:39-44.

Gris­mondi G. Treat­ment of phle­bopathies caused by statis in pregn­ancy (á ítölsku). Minerva Ginecol. 1980; 32:221-30.

Ghir­ing­helli C, Gregoratti L o.fl.  Capill­arotropic act­ion of ant­hocya­nos­eds in high dosage in phle­bopat­hic stasis (á ítölsku). Minerva Cardi­oangi­ol. 1978; 26(4):255-76.

Mian E, Curri S o.fl.  Ant­hocya­nos­ides and the walls of the microvessels: further aspects of the mechan­ism of act­ion of their prot­ect­ive effect in syndromes due to abnormal capill­ary fra­gility (á ítölsku). Minerva MEd 1977; 68:3565-81.

Blu­ment­hal, Mark. 2003. The ABC Clin­ical Guide to Herbs. Amer­ican Bot­an­ical Council, Austin.

Gentile A. The use of ant­hocyani­dins in bil­berry (Teg­ens™ – Inverni della Beffa) to prevent hemorr­hag­ing (á ítölsku). 1987. Óbirt; til­vitn­anir í grein, sjá Mor­azzoni P, Bombar­delli E. Vaccinium myrtillus L. Fitot­er­apia 1996; 67(1):3-29.

Choi EH, Park JH o.fl. Allevi­ation of doxoru­bicin-ind­uced tox­icities by ant­hocyan­in-rich bil­berry (Vaccinium myrtillus L.) extract in rats and mice. Biof­act­ors. 2010 Jul 7.

Mauray A, Milen­kovic D o.fl. Ather­oprot­ect­ive effects of bil­berry extracts in apo E-def­ici­ent mice. J Agric Food Chem. 2009 Dec 9; 57(23):11106-11.

Pers­son IA, Pers­son K o.fl. Effect of Vaccinium myrtillus and its polyp­hen­ols on ang­iot­ens­in-con­vert­ing enzyme act­i­vity in human endot­helial cells. J Agric Food Chem. 2009 Jun 10; 57(11):4626-9.

Bell DR, Gochenaur K. Direct vasoact­ive and vasoprot­ect­ive properties of ant­hocyan­in-rich extracts. J. Appl. Physi­ol. 2006 Apr; 100(4):1164-70. Vef­útg. 2005 Dec 8.

Bertuglia S, Malandrino S o.fl. Effect of Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides on ischaemia reperfusion inj­ury in ham­ster cheek pouch microcirculation. Pharmacol Res. 1995 Mar-A­pr; 31(3-4):183-7.

Detre Z, Jellinek H o.fl. Stu­dies on vascular permea­bility in hyper­tension: act­ion of ant­hocya­nos­ides. Clin Physiol Biochem. 1986; 4(2):143-9.

Lietti A, Cri­stoni A o.fl. Stu­dies on Vaccinium myrtillus ant­hocya­nos­ides. I. Vasoprot­ect­ive and anti­in­flammatory act­i­vity. Arz­neimittel­forschung. 1976; 26(5):829-32.