Triphala er ekki  nafn á einni jurt heldur heiti á ævafornri blöndu af þremur indverskum ávöxtum: Haritaki (Terminalia chebula), bibhitaki (Terminalia bellirica) og amalaki (Emblica officinalis) í jöfnum hlutföllum. Triphala er ein elsta og þekktasta jurtablanda sem um getur á Indlandi en undanfarna áratugi hefur hún einnig náð miklum vinsældum á vesturlöndum og er nýfarin að fást á Íslandi. Á Indlandi er triphala jafn vinsælt og lýsið hérlendis en triphala þykir hafa ákafalega fjölbreytileg áhrif. Indverskt máltæki lýsir t.d. ágætlega trú manna á þessa blöndu: „ No mother? Don‘t worry so long as you have Triphala!“ sem útlegst á íslensku: „Ef þú ert móðurlaus, þarftu ekki að hafa áhyggjur svo lengi sem þú átt triphala!.“ Amalaki, einn af ávöxtunum í triphala inniheldur t.d. mun meira magn af C- vítamíni en appelsínur og er C- vítamínið þar að auki hitaþolið. Triphala hefur bæði andoxandi og bólgueyðandi áhrif en er einna þekktast fyrir góð áhrif á meltingarsjúkdóma, og þá sér í lagi hægðatregðu. Triphala hefur öldum saman verið notað fyrir eftirfarandi sjúkdóma:

  • hægðatregða, meltingartruflanir, háar magasýrur, vindverkir, ristilkrampi, sáraristill

  • offita
  • hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, áunnin sykursýki
  • bólgu- og gigtarsjúkdómar
  • gláka, ský á auga, hvarmabólga (bæði innvortis og sem augnskol)
  • hálsbólga og tannholdsbólga (bæði innvortis og sem munnskol)
  • krabbamein

Rannsóknir

Triphala hefur verið tölvert rannsakað en eins hafa allir þrír ávextirnar í triphala verið rannsakaðir í sitthvoru lagi. Tvær klínískar rannsóknir hafa sýnt að munnskol úr triphala hefur bakteríudrepandi áhrif í munni og dregur úr tannsteini, tannholdsbólgu og skán. Rannsókn á 62 offitusjúklingum yfir þriggja mánaða tímabil sýndi að þeir sem fengu triphala léttust meira en þeir sem fengu lyfleysu. Rannsóknir á heilbrigðum einstaklingum leiddi í ljós að triphala styrkir ónæmiskerfið og gæti gagnast þeim sem eru með HIV/AIDS. Rannsókn á 141 einstaklingum með augnþreytu vegna tölvunotkunar leiddi í ljós að triphala augndropar drógu úr augnþreytu og rannsókn á 150 sjúklingum með áunna sykursýki sýndi lækkun á blóðsykri með triphala. Ofangreindar rannsóknir hafa verið klínískar þ.e. gerðar á mönnum en þar að auki hafa verið gerðar ótalmargar rannsóknir á áhrifum triphala í tilraunaglösum og á dýrum. Þessar rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að triphala getur styrkt ónæmiskerfið, verndað gegn geislum og hamlað vexti krabbameinsfrumna ásamt því að vera bólgueyðandi, andoxandi, bakteríu-, veiru- og sveppadrepandi og hægðalosandi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að triphala lækkar blóðþrýsting, blóðsykur, kólesteról og magasýrur, græðir sár og hefur jákvæð áhrif á gigtarsjúkdóma, þvagfærasýkingar, ský á auga, niðurgang og stress ásamt því að draga úr tannskemmdum.

Vörur sem innihalda Triphala

Anna Rósa selur eftirfarandi vörur sem innihalda Triphala:

Tilboðspakki – uppþemba og hægðatregða

Triphala töflur

Skammtar

3-6 g á dag. Hefðbundið er að taka 2 g á morgnanna og 2 g 1 klst eftir kvöldmat.

Heimildir

Bag A, Bhattacharyya SK, Pal NK. Antibacterial potential of hydroalcoholic extracts of triphala components against multidrug-resistant uropathogenic bacteria–a preliminary report. Indian J Exp Biol. 2013 Sep;51(9):709-14.

Baliga MS, Meera S, Mathai B, Rai MP, Pawar V, Palatty PL. Scientific validation of the ethnomedicinal properties of the Ayurvedic drug Triphala: a review. Chin J Integr Med. 2012 Dec;18(12):946-54.

Baliga MS. Triphala, Ayurvedic formulation for treating and preventing cancer: a review. J Altern Complement Med. 2010 Dec;16(12):1301-8.

Kamali SH, Khalaj AR, Hasani-Ranjbar S, Esfehani MM, Kamalinejad M, Soheil O, Kamali SA. Efficacy of ‘Itrifal Saghir’, a combination of three medicinal plants in the treatment of obesity; A randomized controlled trial. Daru. 2012 Sep 10;20(1):33.

Narayan A, Mendon C. Comparing the effect of different mouthrinses on de novo plaque formation. J Contemp Dent Pract. 2012 Jul 1;13(4):460-3.

Phetkate P, Kummalue T, U-Pratya Y, Kietinun S. Significant increase in cytotoxic T lymphocytes and natural killer cells by triphala: a clinical phase I study. Evid Based Complement Alternat Med. 2012.

Rajan SS, Antony S. Hypoglycemic effect of triphala on selected non insulin dependent Diabetes mellitus subjects. Anc Sci Life. 2008 Jan;27(3):45-9.

Srinagesh J, Krishnappa P, Somanna SN. Antibacterial efficacy of triphala against oral streptococci: an in vivo study. Indian J Dent Res. 2012 Sep-Oct;23(5)

Srinagesh J, Pushpanjali K. Assessment of antibacterial efficacy of triphala against mutans streptococci: a randomised control trial. Oral Health Prev Dent. 2011;9(4):387-93.

Suresh Kumar Gupta, V. Kalaiselvan, Sushma Srivastava, Shyam S. Agrawal, and Rohit Saxena. Evaluation of anticataract potential of Triphala in selenite-induced cataracts: In vivo and in vitro studies. J Ayurveda Integr Med. 2010 Oct-Dec; 1(4): 280–286