Pakkatilboð – frjókornaofnæmi

8.690 kr.

(2 umsagnir frá notendum)

Þessi pakki inniheldur 3 vörur: tinktúruna augnfró og brenninetla, te við frjókornaofnæmi og lúxusprufu af sárasmyrsli.

 • Kláðastillandi og bólgueyðandi
 • Dregur úr kláða í augum og nefi
 • Mælt er með að nota allar vörurnar samhliða

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

Augnfró og brenninetla 200 ml, te við frjókornaofnæmi 40 g og sárasmyrsl 15 ml.

Lýsing

Anna Rósa mælir með að taka allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að ná sem mestum árangri.

Magn: Augnfró og brenninetla 200 ml, te við frjókornaofnæmi 40 g og sárasmyrsl 15 ml.

Notkun – Augnfró og brenninetla: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.

Notkun – Te við frjókornaofnæmi: Settu 1-2 tsk. í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag.

Notkun – Lúxusprufa af sárasmyrsli: Berðu vandlega á svæðið í kringum nasir þrisvar til sex sinnum á dag og alltaf áður en farið er út. Smyrslið er borið á svæðið í kringum nasir til að varna því að frjókorn komist í öndunarveginn. Eins má setja smyrslið aðeins inn í nasir og í kringum augu.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Tinktúran Augnfró og brenninetla er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Te við frjókornaofnæmi er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Sárasmyrslið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Vörurnar eru framleiddar oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.

Varúð: Augnfró og brenninetla: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Algengar spurningar

 • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka þegar sent er á pósthús/póstbox/pakkaport.
 • Sendingarkostnaður er 990 kr á höfuðborgarsvæðinu en 1.290 kr á landsbyggðinni þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. Það gildir þegar sent er heim/pósthús/póstbox/pakkaport.
 • Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Íslandspósti/Basesendingu.

Nei því miður. Anna Rósa er ekki með opna búð og sendir allar pantanir undantekningalaust með Íslandspósti/Basesendingu.

Nei því miður, það er eingöngu hægt að kaupa beint af Önnu Rósu í gegnum vefverslun. Anna Rósa framleiðir yfir 100 vörutegundir sem fást í vefverslun en aðeins 12 vörutegundir fást á sölustöðum.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti eða Basesendingu. Heimsending er afhent samdægurs (í 95% tilvika) eða næsta dag (í 5% tilvika)  á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir kl 10 virka daga. Það tekur vanalega 1-3 virka daga að afhenda á pósthús/póstbox/pakkaport. Því miður er ekki í boði að sækja vörur til Önnu Rósu.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Augnfró og brenninetla:

35% styrkleiki af vínanda, íslensk brenninetla (Urtica dioica), augnfró* (Euphrasia off.), króklappa* (Arctium lappa), sólhattur* (Echinacea angustifolia), íslensk horblaðka (Menyanthes trifoliata), gentian* (Gentiana lutea).

 

Te við frjókornaofnæmi:

Ylliblóm* (Sambucus nigra), augnfró* (Euphrasia off.), tulsi (holy basil)* (Ocimum sanctum), íslensk brenninetla (Urtica dioica).

 

Lúxusprufa af sárasmyrsli:

Ólífuolía (Olea europea), býflugnavax (Cera alba), sheasmjör* (Butyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), haugarfi* (Stellaria media), vallhumall* (Achillea millefolium), birki* (Betula pubescens), E vítamín (tocopherol), lavender*(Lavendula officinalis).

2 umsagnir um Pakkatilboð – frjókornaofnæmi

 1. Halldóra Ragnarsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

 2. Margrét Haraldsdottir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Það var erfitt að drekka vegna þess hve sterkt og bragðnont það var, en teið var gott.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt.

Go to Top