Notkun innvortis: Settu 1-2 tsk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag.
Augnskol: Settu 1 tsk af augnfró í bolla og helltu sjóðandi vatni yfir. Láttu bíða í 10 mínútur. Helltu í gegnum kaffisíu svo engar jurtaagnir verði eftir í teinu. Bíddu þar til teið er orðið kalt og helltu í augnskolglas (fæst í apótekum). Haltu glasinu að auganu, hallaðu höfðinu aftur og blikkaðu nokkrum sinnum. Skolaðu bæði augun. Drekktu afganginn af teinu sem ekki er notað. Endurtaktu tvisvar til fjórum sinnum yfir daginn. Eins má væta bómullarklút í augnfróartei og leggja yfir þrútin augu.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Teið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 3 mánaða endingu eftir opnun. Teið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.
Varúð: Við sýkingum í augum er ekki mælt með langvarandi notkun augnskols úr augnfró ef einkenni lagast ekki á nokkrum dögum.
Þórunn Halldorsdottir (verified owner) –
Ég efa það ekki að te-ið frábært, en ég er svo lítið fyrir te en læt mig hafa það að drekka einn bolla á morgnanna. Finn kannski ekki eins fljótt fyrir breytingum en finn þó að slím hefur minnkað í augum