Project Description

Ég bjó þessa upp­skrift á sínum tíma til fyrir sjúk­linga í ráð­gjöf hjá mér vegna glút­en­óþols, en kínóa er glút­en­laust og afar prótein­ríkt. Það leið þó ekki á löngu þar til ég var farin að elda hann sjálf á hverjum degi enda frá­bær leið til að nýta berin í fryst­in­um. Fyrir mér er mik­il­vægt að hafa sem minnst fyrir morg­un­matnum á virkum dögum og þessi grautur er bæði fljóteld­aður og inni­heldur fá hrá­efni. Ég set enga mjólk út á graut­inn en á þó til að hafa rjóma með honum á sunn­u­­dög­um, enda breyt­ist hann við það í ljúf­fengan eft­ir­rétt.

4 msk. heil kínóafræ

1/2-1 tsk. kanill

3 dl vatn

1 dl íslensk bláber (eða 1/2 dl af gojiberjum)

1/2-1 tsk. ósaltað smjör

1/-1 tsk. lífrænt hunang

sjávarsalt

Setjið kínóafræ og vatn í skál og látið liggja í bleyti yfir nótt. Setjið vatn, kanil, salt og kínóafræ í pott og sjóðið í 10–15 mínútur á lágum hita án loks, þar til fræin eru alveg soðin. Bætið síðan frosnum eða ferskum bláberjum út í og hitið í stutta stund. Setjið hann þá í skál og hrærið smjörklípu og hunangi saman við. Ef gojiber eru notuð í stað bláberja er betra að leggja þau í bleyti yfir nóttina með kínóafræjunum.