Bláber eru ekki bara bragðgóð, það leikur enginn vafi á því að þau eru líka einstaklega góð fyrir heilsuna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að bláber eru holl og áhrifarík gegn ýmsum sjúkdómum en þau hafa verið notuð til lækninga í a.m.k. þúsund ár. Ég nota íslensk bláber mikið í ráðgjöfinni hjá mér og borða þau sjálf daglega. Bláber eru án efa auðveldasta ráðið sem ég gef sjúklingum því öllum finnst bláber góð og engum finnst erfitt að þurfa að borða þau á hverjum degi.

Aðalbláber eða bláber?

Þurrkuð aðalbláber (Vaccinium myrtillus), oft sem staðlað þykkni í hylkjum, hafa notið mikilla vinsælda sem fæðubótarefni í Norður-Ameríku og Evrópu undanfarna áratugi. Bláber (Vaccinium uliginosum) hafa mun minna verið notuð til lækninga og að sama skapi verið lítið rannsökuð í samanburði við aðalbláber. Það þýðir hinsvegar ekki að bláber séu ekki áhrifarík til lækninga líkt og aðalbláber en ég hef fulla trú á að bláber geri sama gagn og aðalbláber.

Bláberjasulta og seinni heimstyrjöldin

Aðalbláber hafa verið notuð til lækninga í a.m.k. þúsund ár, en heimildir eru um notkun þeirra til lækninga í Þýskalandi allt frá 12. öld. Í seinni heimsstyrjöldinni í Bretlandi var fyrst farið að rannsaka aðalbláber þegar flugmönnum í breska flughernum var gefin aðalbláberjasulta því hún þótti bæta sjón þeirra, sérstaklega í næturflugi. Allar götur síðan hafa áhrif aðalbláberja á sjón og augnsjúkdóma verið rannsökuð.

Þau styrkja sjónina

Bláber hafa lengi verið vinsæl við margskyns augnsjúkdómum tengdum sjónhimnu, háum blóðþrýstingi og sykursýki. Þau styrkja líka sjónina og þykja góð gegn gláku, vagli og náttblindu. Ég læt alltaf sjúklinga með augnsjúkdóma borða íslensk bláber daglega ásamt því að taka triphala sem er líka einstaklega gott fyrir sjónina.

Bláber eru góð fyrir meltinguna

Löng hefð er fyrir því að nota þurrkuð og soðin aðalbláber við niðurgangi, sérstaklega hjá börnum. Þau eru einnig bakteríudrepandi og eru m.a. góð gegn Helicobacter pylori-bakteríunni, sem veldur magabólgum og magasárum, og að auki þykja þau góð við ristilbólgum. Fersk bláber innhalda hinsvegar ávaxtasykur sem örvar meltinguna og eru hægðalosandi.

Þau hafa bólgueyðandi og andoxandi áhrif

Aðalbláber innihalda hátt hlutfall af andoxunarefnum, sem styrkja ónæmiskerfið og minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Aðalbláber og lauf þeirra þykja einnig góð við tannholdsbólgum og hálsbólgu. Bæði lauf og ber þykja vatnslosandi og góð við blöðrubólgu og áður en insúlín kom til sögunnar voru aðalbláberjalauf notuð til að lækka blóðsykur. Þau eru afar auðug af vítamínum og hafa líka verið notuð gegn blóðleysi og skyrbjúg.

Aðalbláber

Aðalbláber (Vaccinium myrtillus)

Bláber eru frábær fyrir húðina

Bláber eru afar auðug af vítamínum og innihalda hátt hlutfall af andoxunarefnum sem draga úr fínum línum og hrukkumyndun. Rannsóknir á aðalbláberjum hafa líka gefið til kynna að útvortis notkun geti verndað húðina fyrir skaðlegum áhrifum sólargeisla. Ég mæli eindregið með því að þú borðir íslensk bláber og krækiber á hverjum degi til að viðhalda heilbrigðri húð og vernda gegn sjúkdómum. Húðin þarfnast hinsvegar líka langvarandi raka útvortis og þá er þessi rakagefandi tilboðspakki tilvalinn enda er hann sá vinsælasti í vefverslun hjá mér.

  • Sale!

    Pakkatilboð – rakagefandi

    13.984 kr.
    Setja í körfu Skoða

Þau geta minnkað líkur á krabbameini

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að aðalbláber hafa hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfruma, m.a. hvítblæðis-, ristil-, og brjóstakrabbameinsfruma. Ég nota alltaf íslensk bláber og lækningasveppi samhliða sérblönduðum jurtum þegar ég fæst við krabbamein í ráðgjöfinni hjá mér. Ég fæst alltaf við krabbamein samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð eða sem eftirmeðferð, en ég mæli aldrei með því að fólk hætti hefðbundinni krabbameinsmeðferð og sé eingöngu á bláberjum, jurtum og sveppum. Ef þú getur ekki tínt eða keypt íslensk bláber þá mæli ég með að þú kaupir lífrænt vottuð bláber því venjuleg bláber innihalda oft rotvarnarefni sem geta verið skaðleg.

Bláber styrkja bláæðakerfið

Aðalbláber þykja áhrifarík gegn æðahnútum, æðabólgum, æðakölkun, kuldaóþoli (Raynaud’s-heilkenni), gyllinæð og blóðnösum. Þau eru einnig styrkjandi fyrir viðkvæmar háræðar.

Þau eru græðandi og draga úr blæðingum

Aðalbláber geta minnkað blæðingar s.s. millitíðablæðingar og blæðingar í tengslum við uppskurði. Berin og lauf þeirra þykja einnig góð útvortis til að græða sár og í skol við særindum og útferð úr leggöngum. Þau hafa einnig verið notuð gegn tíðaverkjum og fyrirtíðaspennu.

Fáðu þér bláber í morgunmat

Mér finnst einstaklega gott að fá mér bláber í morgunmat en ég tíni mikið af berjum á haustin og frysti til vetrarins. Þessa dagana finnst mér þetta hinn fullkomni morgunmatur með bláberjum! Þessi glútenlausi morgungrautur með bláberjum er líka einstaklega góður á morgana.

Íslenzk grasafræði 1830 – Oddur Jónsson Hjaltalín

„Ber, blöð og rót þessarar jurtar eru kælandi, barkandi og forrotnun mótstandandi. Þau eru því góð móti lífsýki, köldu, sem og skyrbjúgi, samt til að þurka upp skarpa vessa úr slæmum kaunum.“

Rannsóknir á bláberjum og aðalbláberjum

Í mörgum af eft­ir­far­andi rann­sóknum er notað aðal­blá­berja­þykkni í hylkjum þar sem búið er að staðla virka efnið antó­­sý­anó­síð.

  • Allmargar klínískar rannsóknir á mönnum hafa verið gerðar á virkni aðalbláberja í augnsjúkdómum, þær elstu frá 7. áratug 20. aldar. Nýrri tvíblindar rannsóknir með lyfleysu eru betur úr garði gerðar en þær eldri, en þær staðfesta í flestum tilfellum eldri rannsóknir.
  • Þessar klínísku rannsóknir gefa til kynna jákvæð áhrif aðalbláberja á sjónhimnusjúkdóma, augnsjúkdóma tengda háum blóðþrýstingi sem og sykursýki, náttblindu, gláku, nærsýni og vagl á auga.1-6 Nýlegar rannsóknir hafa þó að einhverju leyti hrakið niðurstöður eldri rannsókna á náttblindu.7,8
  • Að auki hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir í tilraunaglösum og á dýrum, og sýna þær einnig fram á jákvæða virkni aðalbláberja í meðferð augnsjúkdóma.9-15
  • Nokkrar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni aðalbláberja í tengslum við æðasjúkdóma. Þær hafa m.a. sýnt jákvæðar niðurstöður gagnvart æðasjúkdómum, t.d. kuldaóþoli, æðahnútum, gyllinæð og æðabólgum. Einnig þóttu aðalbláberin minnka bjúg, verki, krampa og kláða af völdum vanvirkni í æðakerfinu.16-21
  • Tvær klínískar rannsóknir telja að aðalbláber minnki blæðingar, bæði millitíðablæðingar vegna lykkjunnar22 og blæðingar í tengslum við uppskurði.23
  • Allnokkrar rannsóknir hafa verið gerðar í tilraunaglösum og á dýrum þar sem líkur þykja benda til að aðalbláber styrki hjarta og æðakerfi og verndi gegn æðakölkun.24-30
  • Aðalbláber innihalda mikið af andoxunarefnum, eins og fjölmargar rannsóknir í tilraunaglösum hafa sýnt fram á,31-43 og þau hafa einnig bólgueyðandi áhrif.1
  • Rannsóknir í tilraunaglösum og á dýrum hafa sýnt fram á að aðalbláber hafa hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfruma, m.a. hvítblæðis-, ristil-, og brjóstakrabbameinsfruma.44-53 Í einni slíkri rannsókn kom m.a. fram að af 10 berjategundum sem rannsakaðar voru sýndu aðalbláberin mestu áhrifin.54
  • Rannsóknir á bæði berjum og lyngi í tilraunaglösum hafa sýnt fram á bakteríuhemjandi áhrif.55 Aðalbláberjalyng hefur áhrif á berklabakteríur56 en aðalbláberin þykja virk gegn pneumókokkum (Streptococcus pneumoniae), sem m.a. valda lungnabólgu, heilahimnubólgu og eyrnabólgu.57
  • Einnig hefur verið sýnt fram á virkni aðalbláberja gegn Helicobacter pylori, sem veldur magabólgum og magasárum,58,59 og snýkjudýrinu Giardia duodenalis sem er algeng orsök niðurgangs.60
  • Bæði aðalbláberjalauf og ber hafa hefðbundið verið notuð til að lækka blóðsykur; sumar rannsóknir styðja þá virkni61,62 en aðrar ekki.63
  • Rannsóknir á aðalbláberjum hafa gefið til kynna að útvortis notkun geti verndað húðina fyrir skaðlegum áhrifum sólargeisla.64,65
  • Ein klínísk rannsókn taldi að aðalbláber gætu virkað gegn tíðaverkjum og fyrirtíðaspennu.66

Bláber (Vaccinium uliginosum) hafa lítið verið rannsökuð miðað við aðalbláber, en nokkrar nýlegar rannsóknir hafa þó verið gerðar.

  • Rannsóknir í tilraunaglösum á bláberjum hafa sýnt hamlandi áhrif á krabbameinsfrumur,67,68 lækkandi áhrif á blóðsykur69 og andoxunaráhrif.70,71
  • Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum í tilraunaglösum  að bláber dragi úr frumudauða og skaðlegum áhrifum ljóss á sjónhimnu augans, ásamt því að auka möguleika á því að sjónhimnan lagist aftur eftir skaða af völdum ljóss.72
  1. 2009. WHO monographs on selected medicinal plants. Vol. 4. World Health Organization, Geneva.
  1. Perossini M, Guidi G o.fl. Diabetic and hypertensive retinopathy therapy with Vaccinium myrtillus anthocyanosides (Tegens TM). Double-blind placebo-controlled trial. Ann Ophthalmol Clin Ocul 1987; 113:1173-90.
  1. Repossi P, Malagola R o.fl. The role of anthocyanosides on vascular permeability in diabetic retinopathy. Ann Ophthalmol Clin Ocul 1987; 113(4):357-361.
  1. Vannini L, Samuelly R o.fl. Study of the pupillary reflex after anthocyanoside administration. Boll Ocul 1986; 65:11-2.
  1. Orsucci P, Rossi M, Sabbatini G o.fl. Treatment of diabetic retinopathy with anthocyanosides: a preliminary report. Clin Ocul 1983; 4:377.
  1. Scharrer A, Ober M. Anthocyanosides in treatment of retinopathies. (In German). Klin Monatsbl Augenheilkd 1981; 42:221-31.
  2. Canter PH, Ernst E. Anthocyanosides of Vaccinium myrtillus (bilberry) for night vision – a systematic review of placebo-controlled trials. Ophthalmol. 2004 Jan-Feb; 49(1):38-50.
  1. Muth ER, Laurent JM o.fl. The effect of bilberry nutritional supplementation on night visual acuity and contrast sensitivity. Altern Med Rev 2000; 5(2):164-73
  2. Yao N, Lan F fl. Protective effects of bilberry ( Vaccinium myrtillus L.) extract against endotoxin-induced uveitis in mice. J Agric Food Chem. 2010 Apr 28; 58(8):4731-6.
  3. Song J, Li Y fl. Protective effect of bilberry (Vaccinium myrtillus L.) extracts on cultured human corneal limbal epithelial cells (HCLEC). Phytother Res. 2010 Apr; 24(4):520-4.
  4. Matsunaga N, Imai S fl. Bilberry and its main constituents have neuroprotective effects against retinal neuronal damage in vitro and in vivo. Mol Nutr Food Res. 2009 Jul; 53(7):869-77.
  5. Matsunaga N, Chikaraishi Y fl. Vaccinium myrtillus (Bilberry) Extracts Reduce Angiogenesis In Vitro and In Vivo. Evid Based Complement Alternat Med. 2007 Oct 27.
  6. Milbury PE, Graf B fl. Bilberry (Vaccinium myrtillus) anthocyanins modulate heme oxygenase-1 and glutathione S-transferase-pi expression in ARPE-19 cells. Invest Ophthalmol Vis Sci. 2007 May; 48(5):2343-9.
  7. Chung HK, Choi SM fl. Efficacy of troxerutin on streptozotocin-induced rat model in the early stage of diabetic retinopathy. Arzneimittelforschung 2005; 55(10):573-80.
  8. Fursova AZh, Gesarevich OG fl. [Dietary supplementation with bilberry extract prevents macular degeneration and cataracts in senesce-accelerated OXYS rats] Adv. Gerontol. 2005; 16:76-9.
  9. Gatta L o.fl. Vaccinium myrtillus anthocyanosides in the treatment of venous stasis: controlled clinical study on sixty patients. Fitoterapia 1988; 59:19-26.
  1. Teglio L, Mazzanti C o.fl. Vaccinium myrtillus anthocyanosides (Tegens™) in the treatment of venous insufficiency of lower limbs and acute piles in pregnancy. Quad Clin Ostet Ginecol 1987; 42:221-31.
  1. Allegra C, Pollari G o.fl. Antocianosidi e sistema microvasculotessutale. Minerva Angiol. 1982; 7:39-44.
  1. Grismondi G. Treatment of phlebopathies caused by statis in pregnancy (á ítölsku). Minerva Ginecol. 1980; 32:221-30.
  1. Ghiringhelli C, Gregoratti L o.fl. Capillarotropic action of anthocyanoseds in high dosage in phlebopathic stasis (á ítölsku). Minerva Cardioangiol. 1978; 26(4):255-76.
  1. Mian E, Curri S o.fl. Anthocyanosides and the walls of the microvessels: further aspects of the mechanism of action of their protective effect in syndromes due to abnormal capillary fragility (á ítölsku). Minerva MEd 1977; 68:3565-81.
  1. Blumenthal, Mark. 2003. The ABC Clinical Guide to Herbs. American Botanical Council, Austin.
  1. Gentile A. The use of anthocyanidins in bilberry (Tegens™ – Inverni della Beffa) to prevent hemorrhaging (á ítölsku). 1987. Óbirt; tilvitnanir í grein, sjá Morazzoni P, Bombardelli E. Vaccinium myrtillus Fitoterapia 1996; 67(1):3-29.
  1. Choi EH, Park JHfl. Alleviation of doxorubicin-induced toxicities by anthocyanin-rich bilberry (Vaccinium myrtillus L.) extract in rats and mice. Biofactors. 2010 Jul 7.
  1. Mauray A, Milenkovic Dfl. Atheroprotective effects of bilberry extracts in apo E-deficient mice. J Agric Food Chem. 2009 Dec 9; 57(23):11106-11.
  1. Persson IA, Persson K fl. Effect of Vaccinium myrtillus and its polyphenols on angiotensin-converting enzyme activity in human endothelial cells. J Agric Food Chem. 2009 Jun 10; 57(11):4626-9.
  1. Bell DR, Gochenaur K. Direct vasoactive and vasoprotective properties of anthocyanin-rich extracts. Appl. Physiol. 2006 Apr; 100(4):1164-70. Vefútg. 2005 Dec 8.
  1. Bertuglia S, Malandrino S fl. Effect of Vaccinium myrtillus anthocyanosides on ischaemia reperfusion injury in hamster cheek pouch microcirculation. Pharmacol Res. 1995 Mar-Apr; 31(3-4):183-7.
  1. Detre Z, Jellinek H fl. Studies on vascular permeability in hypertension: action of anthocyanosides. Clin Physiol Biochem. 1986; 4(2):143-9.
  1. Lietti A, Cristoni A fl. Studies on Vaccinium myrtillus anthocyanosides. I. Vasoprotective and antiinflammatory activity. Arzneimittelforschung. 1976; 26(5):829-32.
  1. Piljac-Zegarac J, Belscak A fl. Antioxidant capacity and polyphenolic content of blueberry (Vaccinium corymbosum L.) leaf infusions. J Med Food. 2009 Jun; 12(3):608-14.
  1. Savikin K, Zdunić G fl. Phenolic content and radical scavenging capacity of berries and related jams from certificated area in Serbia. Plant Foods Hum Nutr. 2009 Sep; 64(3):212-7.
  1. Bao L, Yao XS fl. Protective effects of bilberry (Vaccinium myrtillus L.) extract on restraint stress-induced liver damage in mice. J Agric Food Chem. 2008 Sep 10; 56(17):7803-7. Vefútg. 2008 Aug 9.
  1. Rahman MM, Ichiyanagi T fl. Effects of anthocyanins on psychological stress-induced oxidative stress and neurotransmitter status. J Agric Food Chem. 2008 Aug 27; 56(16):7545-50. Vefútg. 2008 Jul 29.
  1. Bao L, Yao XS fl. Protective effects of bilberry (Vaccinium myrtillus L.) extract on KBrO3-induced kidney damage in mice. J Agric Food Chem. 2008 Jan 23; 56(2):420-5. Vefútg. 2007 Dec 20.
  1. Ryzhikov MA, Ryzhikova VO. [Application of chemiluminescent methods for analysis of the antioxidant activity of herbal extracts] Vopr Pitan. 2006; 75(2):22-6.
  1. Sinitsyna O, Krysanova Z fl. Age-associated changes in oxidative damage and the activity of antioxidant enzymes in rats with inherited overgeneration of free radicals. J Cell Mol Med. 2006 Jan-Mar; 10(1):206-15.
  1. Faria A, Oliveira J fl. Antioxidant properties of prepared blueberry (Vaccinium myrtillus) extracts. J Agric Food Chem. 2005 Aug 24; 53(17):6896-902.
  1. Ehala S, Vaher M fl. Characterization of phenolic profiles of Northern European berries by capillary electrophoresis and determination of their antioxidant activity. J Agric Food Chem. 2005 Aug 10; 53(16):6484-90.
  1. Nakajima JI, Tanaka I fl. LC/PDA/ESI-MS Profiling and Radical Scavenging Activity of Anthocyanins in Various Berries. J Biomed Biotechnol. 2004; 2004(5):241-247.
  1. Viljanen K, Kylli P fl. Inhibition of protein and lipid oxidation in liposomes by berry phenolics. J Agric Food Chem. 2004 Dec 1; 52(24):7419-24.
  1. Shabalina IG, Shalbueva NI fl. [Use of mirtilene forte and adrusen zinco for correction of oxidative lesions in mitochondria in rats OXYS with inherited hyperproduction of free radicals] Eksp Klin Farmakol. 2001 Jul-Aug; 64(4):34-6
  1. Laplaud PM, Lelubre A fl. Antioxidant action of Vaccinium myrtillus extract on human low density lipoproteins in vitro: initial observations. Fundam Clin Pharmacol. 1997; 11(1):35-40.
  1. Nguyen V, Tang J fl. Cytotoxic effects of bilberry extract on MCF7-GFP-tubulin breast cancer cells. J Med Food. 2010 Apr; 13(2):278-85.
  1. Thomasset S, Berry DP fl. Pilot study of oral anthocyanins for colorectal cancer chemoprevention. Cancer Prev Res (Phila Pa). 2009 Jul; 2(7):625-33.
  1. Matsunaga N, Tsuruma K fl. Inhibitory actions of bilberry anthocyanidins on angiogenesis. Phytother Res. 2010 Jan; 24 Suppl 1:S42-7.
  1. Teller N, Thiele W fl. Suppression of the kinase activity of receptor tyrosine kinases by anthocyanin-rich mixtures extracted from bilberries and grapes. J Agric Food Chem. 2009 Apr 22; 57(8):3094-101.
  1. Mutanen M, Pajari AM fl. Berries as chemopreventive dietary constituents – a mechanistic approach with the ApcMin/+ mouse. Asia Pac J Clin Nutr. 2008; 17 Suppl 1:123-5.
  1. Ozgurtas T, Aydin I fl. Bilberry inhibits angiogenesis in chick chorioallontoic membrane. Biofactors. 2008; 33(3):161-4.
  1. Choi EH, Ok HE fl. Protective effect of anthocyanin-rich extract from bilberry (Vaccinium myrtillus L.) against myelotoxicity induced by 5-fluorouracil. Biofactors. 2007; 29(1):55-65.
  1. Cooke D, Schwarz M fl. Effect of cyanidin-3-glucoside and an anthocyanin mixture from bilberry on adenoma development in the ApcMin mouse model of intestinal carcinogenesis – relationship with tissue anthocyanin levels. Int J Cancer. 2006 Nov 1; 119(9):2213-20.
  1. Ichiyanagi T, Shida Y fl. Bioavailability and tissue distribution of anthocyanins in bilberry (Vaccinium myrtillus L.) extract in rats. J Agric Food Chem. 2006 Sep 6; 54(18):6578-87.
  1. Zhao C, Giusti MM fl. Effects of commercial anthocyanin-rich extracts on colonic cancer and nontumorigenic colonic cell growth. J Agric Food Chem. 2004 Oct 6; 52(20):6122-8.
  1. Katsube N, Iwashita K fl. Induction of apoptosis in cancer cells by Bilberry (Vaccinium myrtillus) and the anthocyanins. J Agric Food Chem. 2003 Jan 1; 51(1):68-75.
  1. Burdulis D, Sarkinas A fl. Comparative study of anthocyanin composition, antimicrobial and antioxidant activity in bilberry (Vaccinium myrtillus L.) and blueberry (Vaccinium corymbosum L.) fruits. Acta Pol Pharm. 2009 Jul-Aug; 66(4):399-408.
  1. Gordien AY, Gray AI fl. Activity of Scottish plant, lichen and fungal endophyte extracts against Mycobacterium aurum and Mycobacterium tuberculosis. Phytother Res. 2010 May; 24(5):692-8.
  1. Huttunen S, Toivanen M fl. Inhibition Activity of Wild Berry Juice Fractions against Streptococcus pneumoniae Binding to Human Bronchial Cells. Phytother Res. 2010 Jul 12.
  1. Nohynek LJ, Alakomi HL fl. Berry phenolics: antimicrobial properties and mechanisms of action against severe human pathogens. Nutr Cancer. 2006; 54(1):18-32.
  1. Chatterjee A, Yasmin T fl. Inhibition of Helicobacter pylori in vitro by various berry extracts, with enhanced susceptibility to clarithromycin. Mol Cell Biochem. 2004 Oct; 265(1-2):19-26.
  1. Anthony JP, Fyfe L fl. The effect of blueberry extracts on Giardia duodenalis viability and spontaneous excystation of Cryptosporidium parvum oocysts, in vitro. Methods. 2007 Aug; 42(4):339-48.
  1. Takikawa M, Inoue S fl. Dietary anthocyanin-rich bilberry extract ameliorates hyperglycemia and insulin sensitivity via activation of AMP-activated protein kinase in diabetic mice. J Nutr. 2010 Mar; 140(3):527-33. Vefútg. 2010 Jan 20.
  1. Cignarella A, Nastasi M fl. Novel lipid-lowering properties of Vaccinium myrtillus L. leaves, a traditional antidiabetic treatment, in several models of rat dyslipidaemia: a comparison with ciprofibrate. Thromb Res. 1996 Dec 1; 84(5):311-22.
  1. Helmstädter A, Schuster N. Vaccinium myrtillus as an antidiabetic medicinal plant – research through the ages. 2010 May; 65(5):315-21.
  1. Svobodová A, Zdarilová A fl. Lonicera caerulea and Vaccinium myrtillus fruit polyphenols protect HaCaT keratinocytes against UVB-induced phototoxic stress and DNA damage. J Dermatol Sci. 2009 Dec; 56(3):196-204. Vefútg. 2009 Sep 10.
  1. Svobodová A, Rambousková J fl. Bilberry extract reduces UVA-induced oxidative stress in HaCaT keratinocytes: a pilot study. Biofactors. 2008; 33(4):249-66.
  1. Colombo D, Vescovini R. Studio clinico controllato sull’efficacia degli antocianosidi del mirtillo cel trattamento della dismenorrea essenziale. Giorn It Ost Gin. 1985; 7:1033-1038.
  1. Liu J, Zhang W fl. Bog bilberry (Vaccinium uliginosum L.) extract reduces cultured Hep-G2, Caco-2, and 3T3-L1 cell viability, affects cell cycle progression, and has variable effects on membrane permeability. J Food Sci. 2010 Apr; 75(3):H103-7.
  1. Zu XY, Zhang ZY fl. Anthocyanins extracted from Chinese blueberry (Vaccinium uliginosum L.) and its anticancer effects on DLD-1 and COLO205 cells. Chin Med J (Engl). 2010 Oct; 123(19):2714-9.
  1. Kobayashi K, Baba E fl. Screening of Mongolian plants for influence on amylase activity in mouse plasma and gastrointestinal tube. Biol Pharm Bull. 2003 Jul; 26(7):1045-8.
  1. Bae JY, Lim SS fl. Bog blueberry anthocyanins alleviate photoaging in ultraviolet-B irradiation-induced human dermal fibroblasts. Mol Nutr Food Res. 2009 Jun; 53(6):726-38.
  1. Kim YH, Bang CY fl. Antioxidant activities of Vaccinium uliginosum L. extract and its active components. J Med Food. 2009 Aug; 12(4):885-92.
  1. Yin L, Pi YL fl. [The effect of Vaccinium uliginosum to the electroretinogram and retina of rabbits before and after light-induced damage]. Zhonghua Yan Ke Za Zhi. 2010 May; 46(5):446-51. [Grein á kínversku]

Skammtar

Fersk ber: 1-2 dl á dag. Stöðluð hylki (25% antó­sý­anó­síð): 200 til 600 mg á dag. Þurrkuð ber eða lauf: 1-2 tsk. í bolla þrisvar á dag.

Varúð

Stórir skammtar af stöðl­uðu aðal­blá­berja­þykkni í hylkjum til langs tíma geta haft áhrif á blóð­þynn­ing­ar­lyf. Syk­ur­sjúkir sem taka insúlín ættu ekki að inn­byrða aðal­blá­berja­lauf nema undir eft­ir­liti fag­fólks. Ekki er æski­legt að nota aðal­blá­berja­lauf lengur en þrjár vikur sam­fellt.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir